Þjórsárdalur 14. október

Þjórsárdalur 14. október

Gangan hefst við Reykjalaug í Þjórsárdalnum, göngum inn með Rauðukömbum og höfum Fossánna á hægri hönd, um Fossárdalinn og inn að svokölluðu Hruni sem er magnað jarðfræðilegt fyrirbæri sem fáir hafa gengið í gegnum. Förum síðan uppá Fossölduna þaðan sem er mjög gott útsýni yfir allan dalinn og síðan um svæði sem minnir óneitanlega á Landmannalaugar og þaðan að upphafsstað göngunnar við laugina.

14.okt
Vegalengd um 18. Km. og uppsöfnuð hækkun um 600 m. Göngum tími áætlaður 6-7 klst.
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Þar verður sameinast í bíla og sætisverðið er kr.1.000,-
Reikna má með því að ganga hefjist um kl:10:00 frá sundlauginni.

 

Akstursleiðin frá Selfossi

 GPS
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin