Sumarsólstöðuganga

 

Selvogsgötuna hafa flestir heyrt um en hún er gömul þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs í Ölfusi. Við ætlum að ganga rúmlega helming hennar 20 júní, frá Grindaskörðum um svokallaðan Hlíðarstíg, að Hlíðarvatni í Ölfusi u.þ.b. 14,5 km. Heildarhækkun rétt innan við 400 m (yfir Grindaskörðin) og heildarlækkun 500 m. Göngutími er um 5 klst. Þetta er nokkuð auðveld ganga fyrir alla sem eru í þokkalegu gönguformi.selv

Brottför frá Samkaup á Selfossi kl 21:00. Þar verður rúta sem skutlar okkur að upphafsstað göngu og sækir aftur að Hlíðarvatni að göngu lokinni. Þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu verða að koma á Selfoss til að taka rútuna. 
Verð í rútuna er 3000 kr (greiðist í rútunni og vinsamlega mætið með rétta upphæð svo ekki þurfi að gefa til baka) og athugið að til að við vitum hvað við þurfum stóra rútu þá ÞARF AÐ SKRÁ SIG Í ÞESSA GÖNGU með því að SENDA PÓST á ffarnesinga@gmail.com fyrir kl 12 fimmtudaginn 18. júní. 
Gangan er öllum opin, félagsmönnum og öðrum. 

Göngum saman inn í bjarta og fallega sumarnóttina. 🙂 Munum eftir að klæða okkur vel og taka með okkur gott nesti og nóg að drekka. 

Göngustjóri verður Ölfusingurinn Hulda Svandís Hjaltadóttir

Með kveðju frá ferðanefnd.