Sumardagurinn fyrsti
Óhefðbundinn leið á Ingólfsfjall.
Höfum fært þessa ferð af síðasta vetrardegi.
Við hittumst við námuna við Ingólfsfjall og förum þaðan kl. 9.00 Sameinumst þar í bíla og höldum að Alviðru. Gangan hefst þar. Nokkuð bratt er upp en reynum að fara rólega. Þaðan er haldið á Inghól og síðan komið niður hjá námunni.
Hækkun í ferðinni er ríflega 500 m og tekur gangan um 4 klst. Göngufærið getur verið aðeins breytilegt, fer svolítið eftir veðri.
Fögnum komandi sumri í góðri göngu.
Höfum fært þessa ferð af síðasta vetrardegi.
Við hittumst við námuna við Ingólfsfjall og förum þaðan kl. 9.00 Sameinumst þar í bíla og höldum að Alviðru. Gangan hefst þar. Nokkuð bratt er upp en reynum að fara rólega. Þaðan er haldið á Inghól og síðan komið niður hjá námunni.
Hækkun í ferðinni er ríflega 500 m og tekur gangan um 4 klst. Göngufærið getur verið aðeins breytilegt, fer svolítið eftir veðri.
Fögnum komandi sumri í góðri göngu.
Göngustjóri Sævar Gunnarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin