Strandganga 20. febrúar

ATH Gangan færist yfir á sunnudag vegna veðurspár. Annað breytist ekki.
 
Strandgangan okkar þetta árið er úr Vogum á Vatnsleysuströnd út í Hvassahraun. Er þetta um 20 km leið. Gönguland er breytilegt eins og gengur í fjörum. Á þessari leið er nokkur byggð og eyðibýli með sögu.
Farið frá Selfossi kl. 8:00 og hist við N1 í Hafnarfirði og haldið þaðan kl. 8:50 á Reykjanesbrautina og beygt útaf á veg 420 að Hvassahrauni. Þar verður sameinast í rútu og haldið út í Voga þar sem gangan hefst eitthvað að nálgast kl. 10:00
Þeir sem eru í skráðir í félaginu greiða ekki fyrir farið en aðri 2.000 kr. Greiði það til farastjóra á staðnum.hvassah
Það er grímuskilda í rútu.
Þeir sem þurfa á fari að halda frá Selfossi eða Hafnarfirði veri búnir að tryggja sér það áður. Sanngjarnt að greiða þeim sem maður fær far með. t.d. 1.000 kr frá Selfossi og 500 kr frá Hafnarfirði
Göngustjóri á vegumm FFÁR Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin