Stora Reykjafell

Stóra Reykjafell 16.nóvember

Undir vestanverðri Hellisheiði ofan Hveradala er Stóra-Reykjafell. Ekið vestur (austur) Suðurlandsveg að Skíðaskálanum í Hveradölum, þar sem gangan hefst.

 

Skíðafélag Reykjavíkur byggði skíðaskálann árið 1934 og Reykjavíkurborg keypti hann 1971.  Minnisvarðar eru ofan hans til minningar um Ludvig H. Müller (1879-1952) og Kristján Ó. Skagfjörð (1883-1957).  Báðir voru kaupmenn og formenn Skíðafélags Reykjavíkur frá 1914, þegar það var stofnað.  Hinni fyrri í 26 ár og hinn síðari í 11 ár.  Á fjórða áratugi 20. aldar bjó um áratugs skeið danskur maður, A.C. Højer.  Hann rak greiðasölu, bakaði hverabrauð og lægi mikið við, fengu ferðamenn þar gistingu.  Hann bauð gufu- og leirböð.  Hann kom upp vísi að gróðurhúsarækt og var líklega hinn fyrsti á því sviði.Captureskidastokkpallur hveradalir

Gengið er í austur, framhjá hverasvæðinu og upp gamlan vegaslóða sem er þarna í hlíðinni og þaðan á hæsta punkt Reykjafellsins (540 m.). Ágætis útsýni er ofan af fellinu, næst okkur í suðri eru nokkrir hnúkar,eins og Gráhnúkar, Lágaskarðshnúkur, Þrenglsahnúkur, Stakihnúkur og Lakahnúkar, í austri er Gígahnúkur og Eldborg. Á leið okkar ættum við að sjá gamla hleðslu af skíðastökkpalli og tóftir sem eru efst í Flengingabrekkum, þarna bjuggju hjónin Blómey Stefánsdóttir og Óskar Magnússon. Hér sjá nánari upplýsingar um þessi merku hjón.

 

 

Vegalengd: um 8. km
Göngutími: um 3. klst 
Byrjunarhæð: 320 m 
Mestahæð: 540 m
GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla,

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga,