Stóra Reykjafell 22.nóv

Stóra Reykjafell ofan við Skíðaskálan í Hveradölum er næsta gangan okkar.
Tökum það 8 – 10 km hring með hækkun allt að 450 m. Verðum í 3 – 4 klst.
Verður aðeins látið ráðast af aðstæðum þegar að göngu kemur. Tökum eitthvað af hæðum og hólum þar í kring í leiðinni.
Við kíkjum við í Garðstungu þar sem Óskar og Blómey bjuggu. Hér má sjá nánari upplýsingar um þessi merku hjón. https://ferlir.is/gardstunga-i-flengingarbrekku/
Smá um skíðaskálann. Skíðafélag Reykjavíkur byggði skíðaskálann árið 1934 og Reykjavíkurborg keypti hann 1971. Minnisvarðar eru ofan hans til minningar um Ludvig H. Müller (1879-1952) og Kristján Ó. Skagfjörð (1883-1957). Báðir voru kaupmenn og formenn Skíðafélags Reykjavíkur frá 1914, þegar það var stofnað. Hinni fyrri í 26 ár og hinn síðari í 11 ár. Á fjórða áratugi 20. aldar bjó um áratugs skeið danskur maður, A.C. Højer þar. Hann rak greiðasölu, bakaði hverabrauð og lægi mikið við fengu ferðamenn þar gistingu. Hann bauð uppá gufu- og leirböð. Hann kom líka upp vísi að gróðurhúsarækt og var líklega hinn fyrsti á því sviði.
Munum að hafa með okkur brodda, hlý föt og nesti.
Hittumst við FSU kl. 9.00 sameinumst í bíla eftir aðstæðum.
Hefjum gönguna síðan við Hellisheiðarvirkjun kl. 9.30
Göngustjórar Hulda Svandís Hjaltadóttir og Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin