Stapafellið lætur lítið fara fyrir sér í þessu fellasamfélagi, Mælifellið, Súlufellið og Sandfellið eru nágrannarnir, en á þessi fell höfum við gengið á áður. Stapafellið sjálft er gróið upp í topp,en austan við það eru upptök Kaldár, segja má að áin komi þar upp úr jörðinni. Suð-austan við fellið er Djáknapollur dregur hann nafn sitt af því að þar átti djákna af verið drekkt, en áður átti hann hafa verið klæddur úr hempu sinni við Hempuhól. Suð-vestan í Súlufellinu er mikill gýgur sem ber nafnið Smjördalur, ætlunin er að ganga um hann í bakaleiðinni.
Mæting við Samkaup/Hornið kl:09:30 stundvíslega, þar sem safnast veður í bíla. Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.