Sleggjubeinsskard

Sleggjubeinsskarð – Hengill – Ingólfsfjall 20. júlí.

*** ATH ATH Frestun á helgargöngunni fram á sunnudag***
Löng ganga um falleg fjöll í Ölfusinu.
Valmöguleiki er á því fyrir þá sem vilja er að fara styttri útgáfur, það er að fara niður Reykjadalinn eða að Nátthaga.
 
sleggjubeinssk. Medium
Vegalengd 32. km
Göngutími um 10. klst
Byrjunarhæð 332. m
Mestahæð 803. m
Heildarhækkun 1200. m
GPS til viðmiðunar
 
Rúta verður klár við Þórustaðanámu kl: 8:00 um morguninn, sem keyrir hópinn á upphafsstað göngu við Hellisheiðarvirkjum (Sleggjubeinsskarð). Gjald fyrir rútusætið og þátttöku í ferðinni er kr 2,000 pr mann. Tilkynna þarf þátttöku á emailið ffarnesinga@gmail.com fyrir kl: 21:00 á föstudag. Ágætt er að upplýsingar fylgi hvort viðkomandi gangi alla leið eða komi inn í ferðina á leiðinni. Símanúmer fararstjóra verður gefið upp fyrir ferð. Rukkað verður í rútunni. Smámöguleiki að ferðin verði færð á sunnudag, séu verðurhorfur áberandi betri.
 
Valmöguleiki er fyrir þá sem vilja er að fara styttri útgáfur t.d. að fara niður Reykjadalinn í Hveragerði eða að Nátthaga niður með Bjarnarfelli. Viðkomandi gera þá sjálfir ráðstafanir til að láta sækja sig.