Skriða

Skriða frá Gullkistu 6. október

Fjallið Skriðan sem er upp af Laugardal, er tæplega þúsund metra hátt og útsýn af tindi þess þykir fögur og tilkomumikil. Uppi á Skriðu er djúpur gígur með vatni. Gangan á fjallið tekur u.þ.b. 6. klst. en þykir ekki erfið.

 

Gullkista er kistulaga hnúkur á Miðdalsfjalli sem blasir við frá Laugarvatni. Hnúkurinn á að vera kista, sem er full af gulli, og opnast aðeins ef tveir samhentir bræður búa í Miðdal og ganga þangað upp afturábak án þess að líta um öxl, eða hugsa ljótt.  Héðan leggjum við af stað í gönguna.

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.

Vegalengd: 17 km
Göngutími: um  6 klst.
Byrjunarhæð 651
Mestahæð: 997. m
Heildarhækkun 866. m

GPS til viðmiðunar

Kveðja Ferðafélag Árnesinga