Sköflungur 24. október

Vegna aðstæðna höfum við ákveðið að fara aðra göngu en upphaflega var á dagskrá. Það er styttri keyrsla og fólk er kannski ekki mikið að sameinast í bíla. Farið verður á Sköflung og einhverjar slaufur það í kring eftir veðri. Sköflungur er hryggur sem gengur í norðurátt í framhaldi af Henglinum. Upphaf göngu er af Nesjavallavegi skammt ofan við Dyradal.skoflungur

Farið er frá FSU á Selfossi kl. 9.00 og haldið upp Grafning og farið þar inn á Nesjavallaleið.
Ef einhverjir eru sem vantar far er best að vera búin að tryggja sér það fyrir fram.
Við verðum að vanda okkur vel í svona ferð. Halda bili og virða allar þær reglur sem okkur ber.
Göngustjóri á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin