Skjaldbreiður 12. september

 Skjaldbreiður er vel þekkt fjall sem þykir fallegt og hefur verið lofað í ljóði. Gönguleið á fjallið er ekki erfið. Vegalengd um 10 km og uppsöfnuð hækkun 550 m. Aðkoman eftir línuveginum að upphafsstað göngunnar er ekki fyrir fólksbíla. Jepplingar og jeppar.

Farið frá FSU kl. 8.00 og hittumst við þjónustumiðstöðinna á Þingvöllum kl. 8.45. Þaðan ekið inn á Uxahryggjaleið að línuvegi. Þeir sem ekki eru á bílum til að komast línuveginn endilega ath. hvort ekki er einhver sem getur lofað viðkomandi að vera með línuveginn. Þeir sem eru með pláss mega líka láta vita.
skjaldbjpg
Göngustjórn á vegum FFÁR

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin