Skarðsmýrarfjall

Skarðsmýrarfjall 30. janúar

Skarðsmýrarfjallið er tæpir 597 metrar á hæð og er á norðanverðri Hellisheiði.

Mæting er að venju við „Hornið“ á Selfossi kl. 09:30, sameinast í bíla og ekið að Hellisheiðarvirkjun. Þaðan verður gengið um kl. 10:00, upp Hellisskarðið og sem leið liggur á Skarðsmýrarfjallið. Síðan verður stefnan tekin á Sleggjubeinsskarðið og gengið þar niður í áttina að virkjuninni (bílunum).
Leiðarval getur breyst með tilliti til snjóalaga.
skardsmyrar
Hækkun ca 300 m og áætluð vegalengd í km 7 – 9. Reikna má með 3 – 4 tímum á göngu.
Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. 
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd