Skarðsheidi

Skarðsheiði/Heiðarhorn 4. júní

 

Spáð er hægri norð-vestan átt á laugardag og því góðar líkur á óviðjafnanlegu útsýni af Heiðarhorninu. Gengið verður á fjallið upp með Skarðsá. Þátttakendur séu vel búnir til um 5 stunda göngu með nesti, skjólgóðan fatnað og að ógleymdu sína besta gönguskapi.Það er ennþá snjór í Skarðsheiðinni þannig að gott er að taka með sér göngubrodda.
Heiðarhornið er 1055 metra hátt og gönguleiðin er um 10 km. löng.
skarðsheidi
Mæting á planinu við veitingahúsið Laxárbakka kl 09:30. Þessi ferð er utan hefðbundinnar dagskrár
Þetta er ca 45 mín akstur úr Mosfellsbæ – frá Selfossi þarf að gefa sér alveg 1 og 1/2 klst þannig að brottför frá Samkaup á Selfossi kl 08:00. 

þar sem sameinast verður í bíla. Verð fyrir sæti með öðrum þaðan er 2,000 kr (Hvalfjarðargöngin og svo er þetta dágóður spotti að keyra).

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum. 

Mynd frá Ómari Óskarssyni

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga