Skálafell Mosfellsheiði 9. mars

Skálafell á Mosfellsheiði er vel þekkt kennileiti. Fjallið er 774 m hátt en við hefjum gönguna trúlega á planinu fyrir skíðavæðið og er það í um 300 m. Farin verður frekar einföld og þægileg leið á fjallið. Tekinn slóðinn upp og farinn smá hringur.
Aðeins leikið eftir veðri og færi.
ATH. Hafa með sér brodda.
Farið verður frá FSU á Selfossi kl. 8.30
Göngustjóri Hulda svandís Hjaltadóttir / Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin