Skalafell

Skálafell Mosfellsheiði

Það verður safnast saman í bíla við Samkaup/Hornið á Selfossi og lagt af stað kl 9:00. Munið eldsneytispening 1000 kr fyrir þá sem fá far með öðrum. Ekið að skíðaskálanum við Skálafellið þar sem gangan hefst. Þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu geta komið beint þangað kl 9:45.Skalafell

 

Skálafellið er helst þekkt fyrir skíðasvæðið og endurvarpsstöðina, það er hæst rúmir 770 m y.s. Við göngum um frá skíðaskálanum, upp austan megin, að mastrinu og þaðan fram á vesturbrúnirnar þar sem gott útsýni er yfir höfuðborgarsvæðið og Móskarðahnjúkana.

Hækkun ca 400 m, vegalengd 5-6 km, göngutími tæpar 3 klst.

Göngustjóri í þessari ferð verður Birna María Þorbjörnsdóttir.

 

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása.  

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd.