Síðasti vetrardagur Ingólfsfjall

Að venju kveðjum við veturinn með göngu á Ingólfsfjall. Í þetta skipti verður fjallið gengið eftir endilöngu.
Hittumst kl. 17.30 við Þórustaðanámuna þar sem oftast er gengið upp. Þaðan verður haldið með rútu að Litla Hálsi í Grafningi þar sem gangan hefst.
Haldið upp með Miðmundagili inn á Inghól og þaðan fram á brún að vörðu og farin niður hefðbundin leið.339294857 3660885114134373 5501915565377314534 n
Vegalengdin er um 9 km, hækkun rúmlega 500 m og áætlaður göngutími 4 klst.
Þeir sem ætla að mæta verða að merkja sig MÆTI – GOING ekk síðar en þriðjudaginn 18. apríl vegna rútu.
Nauðsynlegt er að vera vel búinn og hafa með sér HÖFUÐLJÓS
Fylgist með því það getur orðið breyting vegna veðurs.
Göngustjóri er Sævar Gunnarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin