Selvogsgata 21. nóvember

Göngugleðin laugardaginn 21. nóv. verður um Selvogsgötu. Mæting við Samkaup kl. 9:30, stundvíslega. Þar verður safnast saman í rútu, fargjald 2000 kr. Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra að mæta.
Frá Bláfjallavegi þaðan sem við leggjum í hann, blasir Kristjánsdalahorn við í austri með Kristjánsdalabrúnum, sem eru einskonar öldur og vestan þeirra grænir Kristjánsdalir. Austar eru Þríhnúkar en til vesturs teygir sig

Lönguhlíðin með Hvirfilinn hæstan og liggur hún allt vestur að Lönguhlíðarhorni.selvogsgturFramundan eru sex hnúkar sem nefnast Grindaskarðshnúkar eða Bollar og milli þeirra eru Grindaskörð. Austast er Stóri Bolli, sem reyndar er talinn vera hið eina sanna Kóngsfell, en framan í bollanum er gígur sem er líkur bolla í lögun. Þetta er gamalt fiskimið sem sjómenn miðuðu út um aldir og tóku þá gjarnan stefnuna um Helgafell. Næst koma Tvíbollar, einnig nefndir Miðbollar, en vestan þeirra er Kerlingaskarð þar sem Selvogsgatan liggur um. Vestast eru berghnúkar sem nefnast Syðstu bollar eða Þríbollar. Leiðin liggur eftir varðaðri leið upp í skörðin um Kerlingaskarðsstíg og þegar komið er upp á brúnina er hægt að velja nokkrar leiðir. Leiðin sem við ætlum að fylgja er hinn svo kallaða Hlíðaskarðsleið, einfaldast er halda beint af augum og ganga eftir varðaðri leið í gegnum hraunið að norðvestanverðum Austur Ásum. Þar er Hvalfellið mest áberandi. Hlíðaskarðsleið, eða Hlíðastígur liggur um Litla Leirdal svo til milli Austur- og Vestur Ása og beint af augum þegar Ásunum sleppir. Það var algengasta leiðin eftir að fólki tók að fækka í Selvogi, stefnir nánast beina leið á eyðibýlið Hlíð sem Hlíðarvatn er kennt við. Leiðin er nokkuð augljós þar sem vörður vísa veginn að mestu alveg að Hlíðarskarði. Land fer nokkuð lækkandi á þessari leið þó ekki fari að halla verulega undan fæti fyrr en komið er fram á suðaustur brúnina. Þar liggur leiðin niður Hlíðarskarðið í nokkrum bratta og blasir þá Suðurlandið við, Selvogurinn og Hlíðarvatn. prof

Það er líka hægt að ganga hina eiginlegu Selvogsgötu sem liggur austan við hraunstíginn, í skorningum suðvestan undir hæðarhryggjum sem nefnast einu nafni Heiðin há, að Stóra Leirdal. Þar tekur Hvalskarðið við milli Hvalfells og Ásanna. Þegar komið er að Austur Ásum liggur leiðin vestan þeirra áleiðis að Vestur Ásum sem rísa upp úr landinu nokkru sunnan við Austur Ása. Ef gengið er á Vestur Ása sést vítt og breitt og framundan þeim í hraunjaðrinum liggur svonefnd Stakkavíkurleið, sem heitir öðru nafni Selstígur. Hann liggur austan undir hraunbrúninni og varla hægt að villast. Þegar komið er fram á suðausturbrúnina er lítil varða sem vísar á slóðann sem liggur niður að Stakkavík við vestanvert Hlíðarvatn.
Heimild | hraunvinir.is
Vegalengd 14 km
Göngutími 5-6. klst
Landslag Gönguleiðin liggur um mosa og hraun
Byrjunarhæð 220m
Mestahæð 490m
Lokahæð 15m
1613688433gonguskor2

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga