Lönguhlíðin með Hvirfilinn hæstan og liggur hún allt vestur að Lönguhlíðarhorni.Framundan eru sex hnúkar sem nefnast Grindaskarðshnúkar eða Bollar og milli þeirra eru Grindaskörð. Austast er Stóri Bolli, sem reyndar er talinn vera hið eina sanna Kóngsfell, en framan í bollanum er gígur sem er líkur bolla í lögun. Þetta er gamalt fiskimið sem sjómenn miðuðu út um aldir og tóku þá gjarnan stefnuna um Helgafell. Næst koma Tvíbollar, einnig nefndir Miðbollar, en vestan þeirra er Kerlingaskarð þar sem Selvogsgatan liggur um. Vestast eru berghnúkar sem nefnast Syðstu bollar eða Þríbollar. Leiðin liggur eftir varðaðri leið upp í skörðin um Kerlingaskarðsstíg og þegar komið er upp á brúnina er hægt að velja nokkrar leiðir. Leiðin sem við ætlum að fylgja er hinn svo kallaða Hlíðaskarðsleið, einfaldast er halda beint af augum og ganga eftir varðaðri leið í gegnum hraunið að norðvestanverðum Austur Ásum. Þar er Hvalfellið mest áberandi. Hlíðaskarðsleið, eða Hlíðastígur liggur um Litla Leirdal svo til milli Austur- og Vestur Ása og beint af augum þegar Ásunum sleppir. Það var algengasta leiðin eftir að fólki tók að fækka í Selvogi, stefnir nánast beina leið á eyðibýlið Hlíð sem Hlíðarvatn er kennt við. Leiðin er nokkuð augljós þar sem vörður vísa veginn að mestu alveg að Hlíðarskarði. Land fer nokkuð lækkandi á þessari leið þó ekki fari að halla verulega undan fæti fyrr en komið er fram á suðaustur brúnina. Þar liggur leiðin niður Hlíðarskarðið í nokkrum bratta og blasir þá Suðurlandið við, Selvogurinn og Hlíðarvatn.
Göngutími 5-6. klst
Byrjunarhæð 220m
Mestahæð 490m

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga