Brottför er frá Samkaupum á Selfossi kl:08:00 stundvíslega, rúta skutlar okkur að upphafsstað göngunnar sem mun ráðast eftir veðri hvort við byrjun í Höfnum eða við Reykjnesvita. Komið verður við hjá N1 í Hveragerði kl:08:10, Olís Norðlingaholti kl:08:50 og N1 í Hafnarfirði um kl:09:00. Verð er 3000- kr. fyrir félagsmenn og 5000- kr. fyrir utan félags.
Þar sem við þurfum að vita fjölda í rútuna biðjum við fólk að skrá sig í ferðina með því að senda póst á ffarnesinga@gmail.com fyrir kl 12. föstudaginn 3. mars. Greiðsla með peningum fyrir rútuna fer fram þegar fólk mætir í hana
Falleg strandganga. Klappir, sandur og grýtt á köflum
Vegalengd um 16-18 km.
Göngutími um 5. klst.
Með göngukveðju Ferðafélag Árnesinga