Reykjadalur-Dalafell

Reykjadalur – Dalafell 2. nóvember

Gönguferðin núna er um Reykjadal sem er innst í Hveragerðisbæ, upphaf gönguleiðar er í Rjúpnabrekkum. Um 3 km ganga er frá Rjúpnabrekkum, um Reykjadal, að Klambragili.

Þar eru gatnamót og val um margar gönguleiðir, t.d.  vestur á Hengilssvæðið um Ölkelduháls, Hrómundartind, Klóar og Kyllisfell eða alveg að Ölfusvatni. Margt er að sjá á þessum gönguleiðum, í fallegu veðri er útsýni stórbrotið. Eins og að horfa t.d.  yfir Reykjadalinn. Hverir og laugar eru á leiðinni og hægt er að baða sig í þeim, velja þarf baðstað með tilliti til hitastigs. En héðan höldum við í Dalaskarð þar sem skáli Orkuveitunnar var, en hann varð eldi að bráð í júní 2009. Eftir smá kaffistopp og spjall höldum við suður Dalafellið (347 m) með Grænsdalinn á vinstri hönd og Reykjadalinn á hægri hönd.

 


 
Vegalengd: um 8. km
Göngutími: um 3. klst
Byrjunarhæð: 80 m
Mestahæð: 347 m
GPS
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta og taka þátt í göngu í skemmtilegum félagsskap.
Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Þar sem safnast verður saman í bíla,

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga,