Rauðnefsstaðafjall er eitt af þessum fáförnu fjöllum. Gengið á það og horft ofan í Austurdal og einnig er gengið á Valafell. Þaðan blasa Tindfjöllin við. Þetta er nokkuð löng ganga en göngufærið nokkuð gott. Víða á grónu landi og melar. Rauðnefsstaðafjall er um 600 m og Valafell 700 m. Uppsöfnuð gönguhækkun er um 700 m og vegalengdin 15 – 18 km.
Reiknum með 6 tíma göngu. Leiðin að upphafsstað göngu er ekki fyrir litla fólksbíla. Allt í lagi fyrir jeppa og jepplinga.
Upphafsstaður göngu eyðibýlið Rauðnefsstaðir.
Lagt verður af stað frá FSU Selfossi kl. 8.30 og hittum göngustjórann við Olís á Hellu kl. 9.00
Þeir sem þiggja far hjá öðrum ættu að greiða 1.500 – 2.000 kr fyrir farið.
Upphafsstaður göngu eyðibýlið Rauðnefsstaðir.
Lagt verður af stað frá FSU Selfossi kl. 8.30 og hittum göngustjórann við Olís á Hellu kl. 9.00
Þeir sem þiggja far hjá öðrum ættu að greiða 1.500 – 2.000 kr fyrir farið.
Göngustjóri Sævar Jónsson og Björg Halldórsdóttir fylgir með
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin