Ok er grágrýtisdyngja. Á síðasta ári var formlega hætt að kalla það jökul, en eru þó ágætir skaflar þar. Gangan er nokkuð löng og tilbreytingar lítil. En þegar komið er á toppinn sem er um 1170 m er útsýnið mikið. Gangan sjálf hefst á Kaldadalsleið þar sem heitir Langihryggur. Gönguvegalengd er um 11 km og heildarhækkun nær 500 m.
Haldið frá FSU Selfossi kl. 8.00. Þar er sameinast í bíla eftir því em fólk vill, gott að vera búin að ath. það áður ef einhvern vantar far og greiða í eldsneytiskostnað 1.000 kr. Hittum þá sem koma af höfuðborgarsvæðinu við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum um kl. 8.45 og höldum inn á Kaldadal vegur númer 550
Göngustjórn eru félagar í FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin