Nydri og sydri

 

Laugardaginn 28. mars ætlar Ferðafélag Árnesinga að ganga á  Nyrðri og Syðri Eldborg og enda á að toppa Lambafellshnjúk .

Upphafstaður göngunnar er mitt á milli Lambafells og Lambafellshnjúks  á Þrengslaveginum. Vegalengt ca 10 km og göngutími ca 4-5 klst, fer eftir færð og snjóalögum, hækkun er lítil.Nyðri og syðri
Eldborgirnar eru fallegir gígar og sérstaklega er Syðri Eldborgin stór og ótrúleg náttúrusmíð með töluvert stórum gíg .
Verum vel búin og tökum með okkur göngubroddana, heitt á brúsa og kjarngott nesti.
Brottför frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl 9:00 þar sem sameinast verður í bíla og að venju verður 1000 kr eldsneytisgjald fyrir þá sem fá far með öðrum.
Göngustjóri verður Sigrún Jónsdóttir.
 
ATH. Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.