Miðfell og Dagmálafell við Þingvallavatn 23. janúar

Miðfell og Dagmálafell eru lágreist fell austan Þingvallavatns. Í daglegu tali er venjan að tala um það allt sem Miðfell en hluti þess heitir Dagmálafell. Nokkuð þægilegt göngufell með góðu útsýni. Gangan upp hefst við endan á fellinu milli vegamótanna að Mjóanesi og þar sem vegur 36 og 365 mætast.
Ath. Alltaf er nauðsyn á að vera vel búin á ferðum að vetri þó stuttar séu. Hlý föt, gott nesti og öryggisbúnaður svo sem broddar við hæfi.
Lagt af stað frá FSU kl. 9.00
Mælum með að þeir sem þurfa að fá far með öðrum séu búnir að tryggja sér það. Verðun enn að vanda okkur og virða reglur.
Ef hópurin fer yfir fjöldatakmörk verðum við að skipta honum upp.
Göngustjórn er á vegum félaga FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin