Lómagnúpur 10. júní

Lómagnúpur 764m
Hittumst við FSU kl. 6:00 laugardaginn 10. júní, sameinumst í bíla og keyrum austur að Núpsá.Gistimöguleikar með litlum fyrirvara á þessu svæði eru ekki miklir en það eru tjaldstæði á Kirkjubæjarklaustri, Kleifum og Hörgslandi. Þeir sem kjósa að fara austur deginum áður og gista geta hitt okkur við afleggjarann við Núpsvötn (rétt áður en komið er að brúnni er afleggjari til vinstri) kl. 9:30 en það er um 25 mínútna akstur frá aðalvegninum að upphafsstað göngu. Þessi vegur er kannski tæplega fær fólksbílum þannig ef fólk sameinast í bíla er gott að hafa það í huga. Stefnum á að hefja göngu um kl. 10:00. Muna að taka með nóg af nesti, en þetta er í það minnsta þriggja nestisstoppa ferð!346471833 597540155676675 6918299640761120806 n
Vegalengd rúmlega 20 km
Göngutími 8-10 klst.
Gengið verðu á Lómagnúp að austanverðu. Frá bílastæði er gengið inn með Núpá í byrjun og síðan inn Seldal og Hvirfildal. Upp úr Hvirfildal tökum við stefnuna á stórgrýtt og bratt gil en þar förum við upp. Þegar upp úr því er komið er gengið yfir mela upp á sjálfan toppinn sem er inni á miðju fjalli. Þaðan er síðan drjúgur spotti fram á brún, um 1 klst ganga. Eftir gott stopp á brúnum Lómagnúps höldum við sömu leið til baka en þegar við komum niður úr gilinu stefnum við að niður að ánni í Hvirfildal og göngum með henni fram fyrir Gráahnúk en þá tökum við stefnuna á Seldal og eftir það er gengin sama leið og í byrjun að bílastæðunum.
Endilega fylgist vel með veðurspá því ferðin verður ekki farin nema veðurspá sé hagstæð. Ef ekki er hægt vegna veðurs að ganga á þetta frábæra útsýnisfjall munum við taka einhverja göngu í nærumhverfinu. Gott væri að þeir sem ætla að mæta merki sig MÆTI/GOING ekki síðar en á föstudagsmorgun 9. júní.
Göngustjórar Halla Eygló Sveinsdóttir og Guðjón Pétur Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin