Lómagnúpur 17. júní

Ákveðið hefur verið að ferð okkar á Lómagnúp sem átti að vera þann 9. júní sameinist ferð F.Í þann 17. júní.
Lómagnúpur, 764 m, er eitt hæsta standberg á Íslandi og gnæfir yfir vestanverðum Skeiðarársandi eins og mikill vindbrjótur.
Gengið er á fjallið vestan megin, um Aurá og Skorur, upp bratta hjalla og brekkur og upp klett með keðju, meðfram Fjaðrárdalshnúki og fram á hamarinn sem gnæfir yfir sandinum. 22 km. 10-12 klst.
Lómagnúpur er mikið útsýnisfjall sem býður göngumönnum upp á afar sérstakt útsýni. Toppur fjallsins er ekki við hamarinn sjálfan heldur upp á fjallinu miðju.
Útsýni er yfir Skeiðarársandinn og hafið. Þjóðvegur 1 liggur beint fyrir neðan og gaman er að sjá hann frá þessu sjónarhorni. Við blasa líka Öræfajökull, Hrútsfjallstindar, Þumall, Miðfellstindur ásamt Skaftafellsfjöllum, Færineseggjum og Skeiðarárjökuli. Einnig sést Hjörleifshöfði, Hafursey og Mýrdalsjökull og inn á Vatnajökul allt til Grímsvatna.
33610969 10214745881539250 1337088220495609856 nÞátttakendur aka á einkabílum að Lómagnúpi á göngudagsmorgun. Athugið að frá Reykjavík að Lómagnúpi eru um 287 km og tekur allt að 4 klst. að aka þá vegalengd. Þeir sem kjósa að gista við eða nálægt uppgöngustað gera það á eigin vegum. 
Gistingu er að finna víða á svæðinu.
Brottför/Mæting kl.11 að Selhólum undir Lómagnúpi

Ganga þarf frá greiðslu þremur vikum fyrir ferð. Almennt verð: kr.11.000- .félagsverð: 8.000 kr. 
Skráning hér: https://www.fi.is/is/ferdir/lomagnupur
Fararstjórn Ragnar Antoniussen