Litla-Björnsfell 11. ágúst

Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30. Ökum sem leið liggur upp á Þingvelli og síðan inn á veg 50 við þjónustumiðstöðinna og síðan inn á veg F550 við Brunna og þaðan að upphafsstað göngunnar við Hrúðurkalla, tekur okkar svona 1 ½ klst að aka þetta. Fyrir þá sem nýta sér sæti hjá öðrum, er gjaldið kr.2.000- .
Gengið um mela, hraun og sanda, í bakaleiðinni væri hægt að ganga fyrir sunnan Hrúðurkarlana ef vilji er fyrir því, annað sjónarhorn og örlítið meiri ganga en ekkert til að tala um.litla
Vegalengd um 14 km 
Byrjunnarhæð 500 m
Mestahæð 914 metrar 
Göngutími áætlaður 5. klst
Göngustjóri Aðalsteinn Geirsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin