Leggjabrjótur 4. júni

Leggjabrjótur er gömul þjóðleið milli Þingvalla og Botnsdals. Gangan hefst við Svartagil. Vegalengd göngu er nær 20 km og uppsöfnuð hækkun 460 m. Göngutími áætaður um 6 tímar.
Rúta sækir okkur í Botnsdal og skilar okkur á upphafststað göngu í bílana.
Far kostar 1.000 kr á félagsmenn og aðrir 2.0000 kr. Greiðist á staðnum.282588043 10158911301680838 1206219295912353063 n
Þeir sem ætla að mæta verða að merkja sig MÆTI-going fyrir hádegi á föstudag.
Farið verður frá FSU Selfossi kl. 8.00
Áætlað að gangan hefjist við Svartagil kl. 9.00
Göngustjórar Stefán Bjarnrson og Guðjón P. Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin