Leggjabrjótur

Góðan dag gott fólk.
Skráningar í gönguna yfir Leggjabrjót eru komnar það fáar að það er nokkuð ljóst að við náum ekki lágmarksfjölda í rútuna. Við göngum því ekki Leggjabrjót á laugardaginn heldur í nágrenni Hveragerðis t.d. Reykjadal, Grensdal eða eitthvað þar í kring. Mæting er við Samkaup á Selfossi kl 9:00 þar sem sameinast verður í bíla og ekið til Hveragerðis. Gangan hefst innan við bæinn, á planinu þar sem lagt er af stað upp í Reykjadal.
Sjáumst!
Með kveðju frá ferðanefnd.

 

Leggjabrjótur 10. október

Leggjabrjótur er gömul þjóðleið frá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð. Við göngum frá Svartagili og niður í Botnsdal. Þetta er þægileg og frekar auðveld leið. Vegalengd 17-18 km, hækkun aflíðandi samanlögð um 500 m og göngutími áætlaður 5-6 klst. Göngustjóri verður Birna Maria Thorbjornsdottir.leggjabrjotur
Þessi ferð er opin öllum, félagsmönnum sem og öðrum. Brottför frá Samkaup á Selfossi kl 9:00 á laugardagsmorguninn. Það verður rúta í þessa ferð og vinsamlega athugið að það þarf að skrá sig með því að senda póst á ffarnesinga@gmail.com með nafni og símanúmeri í seinasta lagi miðvikudagskvöldið 7. október svo við vitum hvað við þurfum stóra rútu. Verð í rútuna er 2500 kr og greiðist í reiðufé þar – vinsamlega mætið með rétta upphæð.
Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka.

Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.