Laxárgljúfur 22. júní UPPSELT
Þessi mikilfenglegu gljúfur í Stóru-Laxá eru í senn hrikaleg og falleg.
Stóra-Laxá á upptök sín í Laxárdrögum sunnan Kerlingarfjalla. Segja má að hin eiginlegu gljúfur byrji þar sem Leirá fellur í Stóru-Laxá úr norðri. Gljúfrin eru u.þ.b. 10 km löng niður að Hrunakrók efst við Laxárdal. Dýptin er 100-200 m. Þrengsti og efsti hlutinn nefnist Svartagljúfur. Á köflum eru gljúfurveggirnir þverhníptir til beggja handa en sums staðar er gljúfrið víðara. Þar má finna ýmsar þursabergsmyndanir og ber þar hæst Fögrutorfu sem er ofarlega í gljúfrunum.
Gljúfrin eru víða torfær eða jafnvel ófær göngumönnum og hafa bæði menn og skepnur fallið niður og slasast.
Gljúfrin eru víða torfær eða jafnvel ófær göngumönnum og hafa bæði menn og skepnur fallið niður og slasast.
Stóra-Laxá rennur svo silfurtær í botni gljúfranna og eins og nafnið gefur til kynna, oft á tíðum, gjöful laxveiðiá og eru þar mörk Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Mæting við Samkaup kl. 9:00 stundvíslega. Þar verður safnast saman í bíla, fargjald 1000 kr. Ökum upp á Flúðir þar sem við sameinustum í rútu sem ekur okkur að uppafsstað göngunnar, og sækir okkur svo í lok göngunnar að Kaldbaki. Verð fyrir sæti í rútunni 1500-
Takmarkaður sætafjöldi, skrá sig inná ffarnesinga@gmail.com, greiða rútugjald kr. 1500 kr. inná 1169-26-1580, kennitala 430409-1580.
Eins og alltaf þá eru allir velkomnir, kvetjum við alla félagsmenn jafnt sem aðra til að mæta.
Vegalengd: um 17 km
Göngutími: 6-7. klst
Byrjunarhæð: 422m
Lokahæð: 215m
Lokahæð: 215m
GPS til viðmiðunar
Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga