Laufafell er stakstætt tæplega 1200 m hátt fjall á Syðri – fjallabaksleið. Á góðum degi er útsýnið af því stórkostlegt. Markarfljót rennur við rætur þess. Skammt frá er Dalakofi Útivistar. Þetta er nokkuð krefjandi ganga. Það er nokkuð bratt en ekki lausar skriður.
Gangan tekur um 5 tíma.
Farið verður frá FSU kl. 8.00 og haldið á Hellu þar sem við hittum göngustjórann við Olís. Þaðan haldið á veg no. 264 rétt austan við Hellu og síðan veg F210.
Það er rúmlega 2. tíma keyrsla frá Selfossi að upphafs stað göngu. Vegurinn er ekki góður fyrir fólksbíla en auðveldur fyrir jepplinga og jeppa. Þeir sem eru á þannig bílum meiga gjarnan bjóða fram far fyrir hina. Ekki ósanngarnt að greiða 2.000 kr.
Gangan tekur um 5 tíma.
Farið verður frá FSU kl. 8.00 og haldið á Hellu þar sem við hittum göngustjórann við Olís. Þaðan haldið á veg no. 264 rétt austan við Hellu og síðan veg F210.
Það er rúmlega 2. tíma keyrsla frá Selfossi að upphafs stað göngu. Vegurinn er ekki góður fyrir fólksbíla en auðveldur fyrir jepplinga og jeppa. Þeir sem eru á þannig bílum meiga gjarnan bjóða fram far fyrir hina. Ekki ósanngarnt að greiða 2.000 kr.
Göngustjóri er Sævar Jónsson. Er hann kunnugur á þessum slóðum.
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin