Langur laugardagur, BREYTING

 ATH, breyting, breyting

Vegna fjölda áskorana og það að margir vilja njóta bæjarhátíðarinnar “Sumar á Selfossi” á laugardaginn og að veðurhorfur eru ekki nógu góðar, hefur verið ákveðið að gangan um næstu helgi frá Landmannalaugum verði sunnudaginn 8. ágúst. Annað óbreytt þ.e. mæting hjá Samkaup kl: 8:00 á sunnudagsmorgun þar sem safnast verður í bíla.

Spáð er sólskini og blíðu á sunnudaginn, þannig að litadýrðin á Torfajökulssvæðinu ætti aldeilis að njóta sín.
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/sudurland/
Lagt verður af stað í gönguna frá bílastæðinu sem er við afleggjarann inn að skálavarðarhúsinu um kl:10:00 árdegis.

Ferðafélag Árnesinga