
Farið verður frá FSU kl. 8:30, sameinast í bíla og keyrt að vegamótunum við Þrengsli. Þaðan flytur rúta okkur á upphafsstað göngunnar eða að Hveradalabrekkunni. Frá Hveradölum tökum við stefnuna á Stóra-Meitil og göngum á milli Gráuhnjúka og Lágaskarðshnjúks yfir Stóradal og í gegnum Lágaskarð sem er við Stóra-Meitil. Áfram er gengið með Stóra-Meitil á hægri hönd í átt að Syðri-Eldborg en þar er hægt að fara upp og njóta útsýnis ef sá gállinn er á göngumönnum. Síðan er stefnan tekin á hraunjaðarinn við Lönguhlíð og gengið undir hlíðinni alveg niður að Skóghlíð en þar tekur við allbrött brekka niður á láglendið. Þá tekur við ganga að Þrengslavegamótum þar sem við skildum bílana eftir.
Heildarvegalengd um 15 km Göngutími 5-6 klst, fer eftir færð.
Mesta hæð ca. 320m Heildarhækkun ca. 370m
Endilega fylgist vel með veðurspá því ferðin verður ekki farin nema veðurspá sé hagstæð. Þar sem við látum rútu flytja okkur spölinn frá Þrengslavegamótum að Hveradalabrekkunni þurfa þeir sem ætla með að merkja sig MÆTI/GOING eigi síðar en á föstudagsmorgun 24. janúar.
Heildarvegalengd um 15 km Göngutími 5-6 klst, fer eftir færð.
Mesta hæð ca. 320m Heildarhækkun ca. 370m
Endilega fylgist vel með veðurspá því ferðin verður ekki farin nema veðurspá sé hagstæð. Þar sem við látum rútu flytja okkur spölinn frá Þrengslavegamótum að Hveradalabrekkunni þurfa þeir sem ætla með að merkja sig MÆTI/GOING eigi síðar en á föstudagsmorgun 24. janúar.
Göngustjórar Björg Halldórsdóttir og Halla Eygló Sveinsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Með göngukveðju ferðanefndin