Kvöldganga

Kvöldganga á Ingólfsfjall 20. apríl

Við höldum uppteknum hætti og göngum á Ingólfsfjall síðasta vetrardag. Að venju verður valin óhefðbundin leið á fjallið.
Áætlaður göngutími er tveir tímar.12985372 10207960798770891 8999244043403936259 n

Lagt verð af stað frá Þórustarnámu kl:18:00.
Göngustjóri að þessu sinni er Sævar Gunnarsson.

Við minnum á fatnað við hæfi, gott nesti og nóg að drekka því að sjálfsögðu verður tekin nestispása. Í vetrarferðum mælum við eindregið með því að fólk hafi göngubrodda meðferðis.Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju frá ferðanefnd