Kálfstindar

Kálfstindar 29. september

Kálfstindar eru hluti af langri fjallaröð sem teygir sig frá Lyngdalsheiði og til norður-austurs inn á hálendið ofan Laugarvatns.

Þetta eru móbergsfjöll, sum eru ávöl og slétt að ofan meðan önnur skarta hvössum tindum og skörpum hryggjum. Þetta svæði er sannkallaður fjallagarður sem gaman er að heimsækja þar sem bíða mörg spennandi verkefni. Mikið útsýni er af Kálfstindum um allt Suðurland og inn á jökla.

 

Upphafstaður göngunnar er á bílastæðinu við Laugarvatnshelli. Þangað er ekið af nýja veginum yfir Lyndalsheiði. Fyrst liggur leiðin um Laugavatnsvelli inn með fjöllunum til norð-austurs, á vinstri hönd höfum við Reyðarbarm, Illkleif(Toppfarar), Flosatind(824), Kleif og Norðra, sjá nánar áætlaða leið á kortinu.

Veðurspá fyrir Kálfstindana

Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 9:00, stundvíslega, þar sem safnast verður saman í bíla,verð fyrir sæti 1000-kr.
Vegalengd: 15 km 
Göngutími:  5 klst.+
Byrjunarhæð 180
Mestahæð: 884. m

GPS til viðmiðunar