Jarlhettur

Jarlhettur 5. júlí

Óvíða gefur að líta jafn tignarlega tindaröð og Jarlhettur við Langjökul. Þangað er förinni heitið, á fjall sem ýmist er nefnt Stóra-Jarlhetta eða Tröllhetta.

 

 Tindaröð Jarlhettna er um 15 km löng, og alls eru þessir móbergstindar taldir vera um 20 að tölu. Þeir rísa flestir 200-300 m yfir nágrennið. Hæsti tindurinn er innarlega í röðinni austan við Skálpanes, 1082 m yfir sjávarmáli, en tindurinn Tröllhetta, sem er miðsvæðist fullt eins áberandi, þótt hann sé lægri.

Jarlh

 Jarlhettur hvernig stendur á þessu nafni? Því menn oft velt fyrir sér og hefur löngum verið slegið föstu, að tindarnir séu kenndir við þann eina jarl sem nokkru sinni var á Íslandi, Gissur Þorvaldsson. Þórhallur Vilmundarsonar prófessor telur að örnefnið hafi upphaflega verið Járnhettur, þá raunar borið fram Jarnhettur, og hafi það síðan breyst í Jarlhettur. Járnhettur voru að sjálfsögðu hjálmar og fær sú samlíking vel staðist, því margir kollar Jarlhettana hafa lögun sem minnir á hjálm.

 

 
 
Vegalengd 12. km
Göngutími um 6. klst
Byrjunarhæð 354. m
Mestahæð 934. m
Heildarhækkun 860. m

Tilkynna þarf þátttöku á emailið ffarnesinga@gmail.com og hafa pening tiltækan í rútuna. Mæting er við Samkaup (Hornið) kl. 09:00, stundvíslega. Stefnt er að hafa rútu tiltæka, og helst bílstjóra á okkur vegum. Rútusætið kostar kr 3,000 pr mann. Þeir sem hyggjast keyra á áfangastað greiða sama þátttökugjald og aðrir kr 3,000.

100. km akstur er að upphafsstað göngunnarAth. þetta er þurrt svæði, engir lækir, svo taka verður með sér alla drykki.

Göngukveðja Ferðafélag Árnesinga