Inghóll á nýju ári

Ferðafélag Árnesinga óskar félagsmönnum sínum og öðrum gleðilegs nýs árs og megi nýja árið verða heillaríkt og gott gönguár.
Nú er komið að fyrstu ferð ársins úr metnaðarfullri ferðaáætlun okkar, ferðin verður nk. laugardag 5. janúar, og verður á Inghól, engin ástæða að breyta út af vananum, farið upp með Þórustaðanámu. Munið að klæða ykkur eftir veðri það getur verið kalt og vindasamt á toppnum, einnig minnum við á göngubroddana og eitthvað heitt að drekka. Um að gera að ganga af sér hátíðarsteikurnar, sjáumst hress að vanda.
ingholl
Mæting við Þórustaðanámu kl. 10:00 stundvíslega.
Vegalengd: um 9 km 
Göngutími: um 3. klst 
Byrjunarhæð: 60. m 
Mestahæð: 550. m
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.

Með kveðju Ferðafélag Árnesinga