Búrfell í Grímsnesi er eitt af þessum sem er þægilegt uppgöngu með aflíðandi hækkun. Stendur stakt og því gott útsýni til allra átta. Haldið verður á fjallið rétt austan við bæinn Búrfell.
Nauðsynlegt er að vera vel búin og hafa með sér brodda.burfell
Gangan tekur ca. 4 tíma, uppsöfnuð hækkun um 500 m og vegalengd 8 km.
Farið verður frá FSU kl. 8.30
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

FFAR Small

 

 Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi fimmtudaginn 17. mars kl: 20:00.Hefðbundin aðalfundarstörf.

***Ársreikningar lagðir fram og skýrðir
***Skýrsla formanns
***Umræður um ársreikning og skýrslu formanns
.***Lagabreytingar.
***Kosningar:
***Önnur mál.
Fáum gest á fundinn
Kveðja stjórn
Ferðafélag Árnesinga

Gengið verður um hraungötur við norðanvert Þingvallavatn. Gengið verður um Lambhaga, Vatnskotsveg og einnig um Vatnsvik og Gjábakkastíg. Hækkun er óveruleg á göngunni. Vegalengdinn er 12 – 16 km. og göngutími 4 -5 klst. (það fer eftir fjölda nestistíma).273436582 10224527187280250 5292992636522392053 n
Rétt að minna á hlýjan fatnað og auðvitað nóg af nesti.
Farið verður frá FSU kl. 8.30. Gangan hefst við bílastæðið í Vatnskoti.
Göngustjórar Björg Halldórsdóttir og Hulda Svandís Hjaltadóttir

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2022 er að þessu sinni um Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli höfundur Sæmundur Kristjánsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top