verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi fimmtudaginn 16. mars kl: 20:00.
Gestur kemur á fundinn Edith Gunnarsdóttir. Verður hún með kynningu á Kilimanjaro og Meru
Veitingar
Hefðbundin aðalfundarstörf.
***Ársreikningar lagðir fram og skýrðir
***Skýrsla formanns
***Umræður um ársreikning og skýrslu formanns.
***Lagabreytingar.
***Kosningar:
***Önnur mál.
Stjórn FFÁR

 

Næsta ganga er á Hengilssvæðinu. Þar sem veður og færð geta verið allavega verður ekki nánari lýsing á viðburði fyrr en fimmtudagskvöld 26. jan. Stefnt er á 3 - 4 tíma göngu.
Þá kemur inn hvar upphafs staður göngu verður. Alltaf þarf að vera vel búinn og með nesti. Broddar geta verið nauðsyn.326381229 870085640967690 2736476487894551524 n
Farið verður frá FSU kl. 9.00
Göngustjóri Anna Gína Aagestad
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Fögnum nýju gönguári 2023 með hefðbundinni göngu á Inghól. Hittumst við Þórustaðanámu undir Ingólfsfjalli og hefjum gönguna þar. Ganga hefst kl. 10.00 og er 3 1/2 til 4 tímar.
Vegalengd er um 9 km og hækkun 500 m.323871540 470453201930913 714129080136536567 n
Erfiðleikastig 2 skór
Nauðsynlegt að vera vel búinn og með smá nesti.
Getur verið þörf á broddum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Göngustjórar Halla Eygló Sveinsdóttir og Hulda Svandís Hjaltadóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top