Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi þann 12. mars s.l. Fyrstu stjórn þess skipa Jón G. Bergsson formaður og meðstjórnendurnir Daði Garðarsson, Eiríkur Ingvarsson, Soffía Sigurðardóttir og Ægir Sævarsson. Varamenn eru Ragnheiður Ástvaldsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Skjalavörður var kosinn Þorsteinn Másson. Þegar hafa um 70 manns skráð sig í félagið og gefst fólki enn kostur á að gerast stofnfélagar.

Félagið mun beita sér fyrir ferðalögum innanlands, einkum um sunnanvert landið. Hefur það í hyggju að taka skála í fóstur, eða jafnvel að byggja nýja, kynna gönguleiðir og efla möguleika og virkni fólks á öllum aldri í gönguferðum og annarri útiveru. Von er á ferða- og verkefnaáætlun félagsins þegar nær dregur vori.

Áhugasömu fólki er bent á að hafa samband við formanninn með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

Meðfylgjandi er 1 mynd af stjórnarmönnum. Talið frá vinstri, Ægir, Eiríkur, Daði, Soffía, Jón.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top