Önnur gönguræktin var þann 29. apríl og gekk ljómandi vel. Alls mættu 16 manns og var gengið um Hellisskóg. Gengnir voru 5,7 km á  rétt innan við klukkutíma. Í fyrstu gönguræktina vikunni áður var genginn Laugardælahringur og mættu þá 13 manns. Hugmyndin er að fara hálfan Votmúlahring í næstu viku. Þá er mikill hugur í fólki að ganga fljótlega upp á Ingólfsfjall eitthvert góðviðriskvöldið og labba á Inghól.

Fyrsta göngugleði Ferðafélags Árnesinga verður laugardag 18. apríl. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Fara þarf á fjórhjóladrifnum bílum, en alls ekki er krafa um öfluga jeppa. Lagt verður af stað kl 09:30 og ekið sem leið liggur upp á Hellisheiði og þaðan um slóða til norðurs að Ölkelduhálsi. Þaðan verður gengið á Hrómundartind. Áætluð heimkoma er kl 14:30.

Fyrsti félagsfundur Ferðafélags Árnesinga, eftir stofnfundinn, verður fimmtudag 16. apríl kl 20 í sal Karlakórs Selfoss syðst við Eyraveg. Páll Ásgeir Ásgeirsson mun koma með fræðslu á þann fund og kynna ferðabækur sínar. Umræður um sumarstarfið.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top