Fyrirhugaðri helgarferð í Kerlingarfjöll hefur verið flýtt um eina viku og verður hún 3. - 4. júlí. Þetta er gert af því að mikið er bókað í húsin helgina á eftir. Eins og í öllum okkar ferðum, er ekkert þátttökugjald til félagsins, en hver og einn ferðast og gistir á eigin kostnað. Þeim sem vilja panta gistingu í húsum á staðnum, er bent á upplýsingar og pöntunarmöguleika á heimasíðunni http://www.kerlingarfjoll.is/

Nánari upplýsingar á þessarri síðu þegar nær dregur.

Ferðafélag Árnesinga stendur fyrir gönguferðum með barnavagna og kerrur, mánudag til föstudags, 11. - 15. maí. Lagt af stað frá Samkaup (Horninu) á Selfossi kl 18 alla dagana. Öllum heimil þátttaka, ekkert þátttökugjald. 

Lýsing á gönguferð á Hengilinn sunnudaginn 17. maí nk. Eins og staðan er í dag þá er töluverður snjór á gönguleiðinni, en veðurspáin er frábær.

Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) við Tryggvagötu 40 á Selfossi, þar sem fólk getur sameinast í bíla. Lagt verður af stað kl 09:30, ekið verður að Skíðaskála Víkings í Sleggjubeinsskarði þar sem gangan hefst, ætluð heimkoma er kl 16:00.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top