Gönguræktin á miðvikudagskvöldum stefnir nú á Ingólfsfjall. Mæting er að þessu sinni við Þórustaðanámu kl 20:00. Lögð verður áhersla á að ganga með jöfnum og rólegum hraða upp fjallið, án þess að erfiða um of. Gott að hafa með sér vatn eða orkudrykk. Eftir að upp er komið verður gengið áfram á Inghól í kvöldblíðunni. Þetta er heldur lengri göngutúr en vanalega á miðvikudagskvöldum, enda frídagur daginn eftir, uppstigningardag.
Miðvikudagskvöldið 13. maí verður kvöldganga undir leiðsögn Árna Erlingssonar, sem ætlar að fræða göngufólk um söguslóðir stríðsáranna á Selfossi. Safnast verður saman við Samkaup (Hornið) á Selfossi og lagt af stað kl 20:00. Róleg ganga við allra hæfi. Allir velkomnir og þátttökugjald ekkert.

Fyrirhugaðri helgarferð í Kerlingarfjöll hefur verið flýtt um eina viku og verður hún 3. - 4. júlí. Þetta er gert af því að mikið er bókað í húsin helgina á eftir. Eins og í öllum okkar ferðum, er ekkert þátttökugjald til félagsins, en hver og einn ferðast og gistir á eigin kostnað. Þeim sem vilja panta gistingu í húsum á staðnum, er bent á upplýsingar og pöntunarmöguleika á heimasíðunni http://www.kerlingarfjoll.is/

Nánari upplýsingar á þessarri síðu þegar nær dregur.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top