Minnum á gönguræktina á miðvikudag. Nú hittumst við á hefðbundnum stað við Samkaup (Hornið) kl 20:00 og tökum óhefðbundið sjónarhorn á bæinn okkar.
Gönguferð á Geitafell, sunnudaginn 31. maí

Eins og venjulega þegar við höldum í hann á sunnudegi þá er stefnumótsstaðurinn á bílastæðinu við Hornið kl. 09:30 stundvíslega, og þaðan verður ekið vestur Eyrabakkaveg um Þrengslaveg að Litla-Sandfelli.

HSK tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár og tilnefnir tvö fjöll á sambandssvæðinu.  HSK stendur fyrir göngu á Mosfell í Grímsnesi 28. maí nk. kl. 19:30.  Göngustjóri verður Hörður Óli Guðmundsson í Haga og gjaldkeri Umf. Hvatar.   
Mosfell í Grímsnesi er móbergsfjall sem er 254 m. hátt og er mjög auðvelt í uppgöngu.  Heppilegast er að ganga á fjallið frá kirkjustaðnum Mosfelli. Þar eru góð bílastæði og þá er þar príla yfir girðinguna fyrir ofan kirkjuna.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top