Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum landsins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Öllu þessu gleymir enginn sem upplifir fagran dag í þessari einstöku náttúruperlu. Þangað er gönguglöðu fólki stefnt komandi helgi, 3.-5. júlí.

Í Kerlingaföll í hvelli! Nú er komið að göngugleði júlímánaðar. Við slórum ekkert og ráðumst til atlögu strax fyrstu helgina, 3. - 4. júlí í Kerlingafjöllum. Fylgist með þegar nær dregur. Skoðið endilega síðuna kerlingafjoll.is og sjáið þar gistimöguleika og hugmyndir að gönguleiðum. Hugmyndin er að fólk mæti almennt á föstudagskvöld og fari til baka á sunnudag. Boðið verður upp á fleiri en eina gönguleið og að fólk komi saman á laugardagskvöldinu.

Heldur betur hefur ræst úr göngugleðinni á Högnhöfða. Einn hópur lagði af stað í kvöld, en annar hópur ætlar að halda upphaflegri áætlun laugardagsins. Þeim sem vilja skella sé í síðari hópinn er bent á að lesa nánar um þá ferð í frétt hér á undan. Sumir ætla að mæta beint í Úthíð, en aðrir að hittast á Selfossi, við Hornið. Þá er bara að drífa sig!

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top