Sæl veriði !
 
Þríhyrningur
 
Marianne bað okkur um að koma því á framfæri að á laugardag fer hópur, sem var saman á
Hornströndum í sumar á Þríhyrning, sem er inn af Fljótshlíðini. Hann blasir einmitt við þegar ekið er fram hjá Hvolsvelli. Hann er 675 metra hár og byrjunarhæð er 260 metrar, þannig að hækkunin
er 415 metrar.

Sæl veriði !
Ætlum að taka þátt í auglýstri ferð FÍ nú á laugardag. Mæting hjá Samkaup á  kl: 10:40 á laugardagsmorgun, þar sem safnast verður saman í bíla. Sjá nánar eftirfarandi lýsingu FÍ.

 Göngugleðin lagði í hann á fyrir huguðum tíma frá Selfossi sl. sunnudag, ekki leit þetta vel út um morguninn, svarta þoka til fjalla, en allir eiga nú til dags góðan fatnað og tölum nú ekki um GPS-ið, svo okkur var nú ekkert að vanbúnaði.

 Ekið var upp á Hellisheiði og beygt út af við Ölkelduafleggjarann rétt ofan við Kambana, síðan inn að borholu við Ökelduháls, þar sem 8 félagar lögðu af stað. Eins og sést á myndum sem fylgja þessari frétt þá rætist úr veðrinu og allir nutu þess að vera á fjöllum.

 Myndasafn

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top