FFAR Small

 

 Aðalfundur Ferðafélags Árnesinga verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi fimmtudaginn 17. mars kl: 20:00.Hefðbundin aðalfundarstörf.

***Ársreikningar lagðir fram og skýrðir
***Skýrsla formanns
***Umræður um ársreikning og skýrslu formanns
.***Lagabreytingar.
***Kosningar:
***Önnur mál.
Fáum gest á fundinn
Kveðja stjórn
Ferðafélag Árnesinga

Gengið verður um hraungötur við norðanvert Þingvallavatn. Gengið verður um Lambhaga, Vatnskotsveg og einnig um Vatnsvik og Gjábakkastíg. Hækkun er óveruleg á göngunni. Vegalengdinn er 12 – 16 km. og göngutími 4 -5 klst. (það fer eftir fjölda nestistíma).273436582 10224527187280250 5292992636522392053 n
Rétt að minna á hlýjan fatnað og auðvitað nóg af nesti.
Farið verður frá FSU kl. 8.30. Gangan hefst við bílastæðið í Vatnskoti.
Göngustjórar Björg Halldórsdóttir og Hulda Svandís Hjaltadóttir
Gengið verður frá Strandakirkju í Selvogi að kirkjunni í Þorlákshöfn. Gengið er með ströndinni. Ágætis færi en aðeins breytilegt göngufæri. Sandur, grjót, klappir og fleira. Hækkun er óveruleg á göngunni. Vegalengdinn er um 20 km. og göngutími 7 klst.
Löng ganga krefst alltaf góðs hlýfðarfatnaðs og nestis.272569039 10158707792545838 5828977166118839836 n
Farið verður frá FSU kl. 8.30 Þaðan haldið að planinu við kirkjuna í Þorlákshöfn. Þaðan farið með rútu kl. 9.00 að Strandakirkju í Selvogi þar sem gangan hefst.
Greiða þarf fyrir rútu 1.000 kr fyrir félagsmenn. Aðrir 2.000 kr.
Best að hafa með sér pening og greiða á staðnum.
Líka hægt að millifæra og sýna kvittun á staðnum.
Kt. 430409-1580 banki 0189-26-1580
ATH. En er grímuskilda þar sem ekki er hægt að virða fjarlægarmörk í rútu.
Vinsamlega merkið ykkur MÆTI fyrri hádegi á föstu ef þið ætlið að koma. Vegna fjölda í rútu.
Göngustjórar Olgeir Jónsson og Stefán Bjarnason
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top