Síðasta gangan okkar þetta árið er létt ganga í Hellisskógi og endað í Hellinum í súkkulaði og piparkökum. Létt og þægileg ganga. ATH. það getur verið hálka á stígunum og því gott að hafa brodda. Allir velkomnir. Tilvalið fyrir afa, ömmur og barnabörn. Gangan hefst kl. 18.00 á bílaplaninu í Helliskógi.
Gott ef hver kemur með sinn bolla.263457131 10158624173850838 1852300651803900669 n
Sjáumst og njótum samveru.
Stjórn FFÁR

Laugardaginn næsta förum við frá á Selfossi kl:09:00, söfnumst í bíla við fjölbraut.
Hittumst kl 10.00 á bílastæðinu við upphafsstað göngunnar.

mó
Munið Esjubrodda og ísexi, og jöklabroddar með í pokanum metið á staðnum hvort þurfi að nota þá.
Göngustjórar Stefán, Halldór og Olgeir

Smá breyting frá áður auglýstri ferð. Er það vegna viðburðar sem verður um kvöldið.

251166302 10158564243810838 103145752121170329 n
Farið verður létt útgáfa á Skálafell á Hellisheiði. Gengið verður af Hellisheiði farinn afleggarinn sem liggur að borholunum undir Hverahlíð.
Gangan hefst um kl. 9.00
Stuttur hringur ca. 8 km með um 300 m hækkun.
Verðum búin upp úr hádegi.
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top