Leggjabrjótur er gömul þjóðleið milli Þingvalla og Botnsdals. Gangan hefst við Svartagil. Vegalengd göngu er nær 20 km og uppsöfnuð hækkun 460 m. Göngutími áætaður um 6 tímar.
Rúta sækir okkur í Botnsdal og skilar okkur á upphafststað göngu í bílana.
Far kostar 1.000 kr á félagsmenn og aðrir 2.0000 kr. Greiðist á staðnum.282588043 10158911301680838 1206219295912353063 n
Þeir sem ætla að mæta verða að merkja sig MÆTI-going fyrir hádegi á föstudag.
Farið verður frá FSU Selfossi kl. 8.00
Áætlað að gangan hefjist við Svartagil kl. 9.00
Göngustjórar Stefán Bjarnrson og Guðjón P. Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Þá er komið að Strandleiðinni frá Þjórsárósi .
Nú er það Hvassahraun – Hafnafjörður.
Farið frá Fjölbraut Selfossi kl. 08.30 safnast saman i bíla keyrt að Golfskálanum Keili í Hafnarfirði. Lagt að stað frá Golfskálanum kl. 09.30 með langferðabíll sem skutlar okkur að upphafsstað göngu við Hvassahraun.mynd Göngufæri breytilegt.
Gönguleiðin er ca.15.km.
Góður klæðnaður og nesti.Verð 1.000 kr fyrir félagsmenn 2.000 fyrir aðra. Greiðist í rútunni.
Setjið ykkur Mæti/Going Aðeins og ef þið ætlið með.
Göngustjórar eru Halldór Óttarssonog Stefán Bjarnason
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Kattartjarnarleið 8. maí
Leiðin frá Ölfusvatni til Hveragerðis, er upp með Ölfusvatnsárgljúfri, þurfum að stikla eða vaða Ölfusvatnsánna, gegnum gilin við Hrómundartind sem er ógleymanlegur hluti leiðarinnar, þaðan yfir Ölkelduháls og niður í Reykjadal. Þar verður hægt að fara í bað, þannig að þeir göngumenn sem vilja geta tekið með sér sundföt og handklæði. Þessi 15 km leið er ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg sem kemur á óvart. Hækkun ca. 450 m 0g göngutím i 5 klst. +
Brottför af bílaplani við Fjölbrautarskólann á Selfossi kl.08:30.ölfusv
Ökum inn í Reykjadal þar sem rúta mun sækja okkur um kl: 09.00 og flytja að upphafsstað göngunnar.
Félagsmenn greiða 1.000 kr fyri farið. Aðrir 2.000 kr. Greiðist á staðnum.
default GPS (41 KB)
Þeir sem ætla í gönguna verða að merkja sig MÆTI-going fyrir hádegi á föstudag. Vegna sætafjölda.
Göngusjórar Kristján Snær Karlsson og Stefán Bjarnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2022 er að þessu sinni um Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli höfundur Sæmundur Kristjánsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top