Að venju kveðjum við veturinn með göngu á Ingólfsfjall. Í þetta skipti verður fjallið gengið eftir endilöngu.
Hittumst kl. 17.30 við Þórustaðanámuna þar sem oftast er gengið upp. Þaðan verður haldið með rútu að Litla Hálsi í Grafningi þar sem gangan hefst.
Haldið upp með Miðmundagili inn á Inghól og þaðan fram á brún að vörðu og farin niður hefðbundin leið.339294857 3660885114134373 5501915565377314534 n
Vegalengdin er um 9 km, hækkun rúmlega 500 m og áætlaður göngutími 4 klst.
Þeir sem ætla að mæta verða að merkja sig MÆTI - GOING ekk síðar en þriðjudaginn 18. apríl vegna rútu.
Nauðsynlegt er að vera vel búinn og hafa með sér HÖFUÐLJÓS
Fylgist með því það getur orðið breyting vegna veðurs.
Göngustjóri er Sævar Gunnarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Gangan er á svæði gosstöðvanna á Reykjanesi. Stefna tekin á hringinn í kring um svæðið. Leikið aðeins eftir veðri. Höfum farið á þessar slóðir löngu fyrir gos. Eflaust margir búnir að skoða þetta í þaula en aðrir ekki.338169861 603793864943241 3790672919508587216 n
Hringurinn er um 15 km og göngutími 5 - 6 klst. Þó nokkur uppsöfnuð hækkun.
Förum frá FSU Selfossi kl. 8.30 og höldum á bílastæði sem er aðeins áður en komið er að Ísólfsskála. ATH. gjaldskilda
Gangan hefst kl. 9.30
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
verður í Karlakórsheimilinu, Eyravegi 67 á Selfossi fimmtudaginn 16. mars kl: 20:00.
Gestur kemur á fundinn Edith Gunnarsdóttir. Verður hún með kynningu á Kilimanjaro og Meru
Veitingar
Hefðbundin aðalfundarstörf.
***Ársreikningar lagðir fram og skýrðir
***Skýrsla formanns
***Umræður um ársreikning og skýrslu formanns.
***Lagabreytingar.
***Kosningar:
***Önnur mál.
Stjórn FFÁR

 

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top