Þröngubásar
Gott að lesa allan textan.
Þröngubásar eru hluti af gljúfrum Þjórsár fyrir innan Sultartangalón. Ekki fjölfarin gönguleið nema helst smalar á haustin. Eru þar miklar náttúrsmíðar, katlar og drangar í berginu. Ágætt að gefa sér tíma þar til að njóta. Þetta er 4 -5 tíma ganga allt að 15 km. Ekki er mikil hækkun og gönguland nokkuð þægilegt.347271822 10159640680995838 2526419991370423808 n
Hittumst við FSU Selfossi sameinumst í bíla og förum kl. 8.00
Góður vegur alla leið.
Ekið er upp Þjórsárdal og hittum göngustjóran við brúna yfir Tungnaá og höldum yfir Búðarháls að upphafs stað göngu.
Gangan hefst um kl. 9.30
Göngustjóri Sævar Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Lómagnúpur 764m
Hittumst við FSU kl. 6:00 laugardaginn 10. júní, sameinumst í bíla og keyrum austur að Núpsá.Gistimöguleikar með litlum fyrirvara á þessu svæði eru ekki miklir en það eru tjaldstæði á Kirkjubæjarklaustri, Kleifum og Hörgslandi. Þeir sem kjósa að fara austur deginum áður og gista geta hitt okkur við afleggjarann við Núpsvötn (rétt áður en komið er að brúnni er afleggjari til vinstri) kl. 9:30 en það er um 25 mínútna akstur frá aðalvegninum að upphafsstað göngu. Þessi vegur er kannski tæplega fær fólksbílum þannig ef fólk sameinast í bíla er gott að hafa það í huga. Stefnum á að hefja göngu um kl. 10:00. Muna að taka með nóg af nesti, en þetta er í það minnsta þriggja nestisstoppa ferð!346471833 597540155676675 6918299640761120806 n
Vegalengd rúmlega 20 km
Göngutími 8-10 klst.
Gengið verðu á Lómagnúp að austanverðu. Frá bílastæði er gengið inn með Núpá í byrjun og síðan inn Seldal og Hvirfildal. Upp úr Hvirfildal tökum við stefnuna á stórgrýtt og bratt gil en þar förum við upp. Þegar upp úr því er komið er gengið yfir mela upp á sjálfan toppinn sem er inni á miðju fjalli. Þaðan er síðan drjúgur spotti fram á brún, um 1 klst ganga. Eftir gott stopp á brúnum Lómagnúps höldum við sömu leið til baka en þegar við komum niður úr gilinu stefnum við að niður að ánni í Hvirfildal og göngum með henni fram fyrir Gráahnúk en þá tökum við stefnuna á Seldal og eftir það er gengin sama leið og í byrjun að bílastæðunum.
Endilega fylgist vel með veðurspá því ferðin verður ekki farin nema veðurspá sé hagstæð. Ef ekki er hægt vegna veðurs að ganga á þetta frábæra útsýnisfjall munum við taka einhverja göngu í nærumhverfinu. Gott væri að þeir sem ætla að mæta merki sig MÆTI/GOING ekki síðar en á föstudagsmorgun 9. júní.
Göngustjórar Halla Eygló Sveinsdóttir og Guðjón Pétur Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Ferð á Lómagnúp fresta að sinni, en göngum í staðinn á Þyril í Hvalfirði.
Vegna tíðarfars síðustu vikna og veðurspár næstu daga hefur verið ákveðið að fresta ferð á Lómagnúp að sinni. Við munum því flýta göngu á Þyril um tvær vikur og ganga á hann laugardaginn 27. maí, en hann var á dagskrá laugardaginn 10. júní. Stefnan er að ganga á Lómagnúp laugardaginn 10. júní, þ.e. við víxlum þessum tveimur ferðum.347584143 1279324409457632 9109747512125494716 n
Þyrill í Hvalfirði (393 m)
Hittumst við FSU kl. 9 laugardaginn 27. maí, sameinumst í bíla og keyrum upp í Hvalfjörð. Við hefjum gönguna á sama stað og lagt er á Síldarmannagötur. Innarlega í Botnsdal má finna bílastæði neðan vegs og leiðarprest sem bendir upp hlíðina. Stígurinn er góður og greinilegur. Þegar við komum upp á fjallið skiptist leiðin. Áfram heldur slóðin um Síldarmannagötur en við beygjum til vinstri, svo til beint í vestur. Ekki er greinilegur slóði þar en við veljum þægilega leið eftir hábungu fjallsins. Ef veður er gott og vilji er fyrir að ganga ekki sömu leið til baka er hægt að fara niður norðaustur af fjallinu, niður í Litlasandsdal og með Bláskeggsá niður á þjóðveg. Það lengir leiðina um rúmlega 1 klst.
Gangan er um 8-9 km löng ( ef farin er sama leið fram og til baka) með um 350 m heildar hækkun. Hún tekur um 2-3 klst. með góðum myndastoppum…sem eru nauðsynleg!
Göngustjóri: Guðjón Pétur Arnarson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða- og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju,
Ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top