Á laugardaginn 26 júni göngum við á Gullkistu á Miðdalsfjalli gangan er ca. 10 km og hækkun ca. 670 metrar. Af Gullkistu er geysimikið útsýni og við gefum okkur góðan tíma og áætlum að vera á göngu í 5-6 klst. Gangan er aðeins á fótinn í upphafi en ætti að vera við hæfi flestra sem eru vanir göngum. Leggjum af stað frá FSU Selfossi kl 8.30 á einkabílum eða hitta hópinn við Miðdalskirkju en þaðan leggjum við af stað kl 9.30. Hlökkum til að sjá sem flesta.gullkista
Göngustjóri verður Sigrún Jónsdóttir
Sjáumst hress og kát í góðum gönguskóm með gott nesti.
Ferðafélag Árnesinga

Hengill - Vörðuskeggi. Alltaf vinnsælt göngusvæði þar sem hægt er að taka margar mismunandi leiðir. Stefnum á hefðbundna leið upp úr Sleggjubeinsskarði. Aðeins spilað eftir veðri hvaða leið verður tekin til baka og endað á sama stað.
Vegalengd 16 - 18 km. Hækkun um 1000 m. Göngutími 6 - 7 tímar.196023412 10158303434960838 1754976990285306021 n
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 og sameinast í bíla þar eftir ástæðum. Þeir sem þurfa á fari ættu að tryggja sér það áður.
Hittumst á planinu við upphaf gönguleiðarinnar og hefst gangan um kl. 8.40
Göngustjórar á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Brekkukambur í Hvalfirði er tæplega 650 metra hár. Í leiðarmati er sagt: Auðveld ganga á fjall sem opnar ný sjónarhorn. Gönguleiðin er upp frá Miðsandi og er lýst sem, gróin hlíð, mosi og melar efst.
Göngutími er 4 - 5 tímar.189471627 10158277666415838 7989191872509122559 n
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 hittumst síðan við N1 í Mosó þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu.
Förum þaðan inn Hvalfjörð að Miðsandi og hefst gangan um kl. 9.50
Þeir sem vilja þiggja far hjá öðrum ættu að greiða fyrir það 1.000 kr. frá Selfossi.
Þó það séu komnar tilslakanir á sóttvörnum er betra að tryggja sér far áður.
Göngustjóri er á vegum FFÁR
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2022 er að þessu sinni um Undir jökli frá Búðum að Ennisfjalli höfundur Sæmundur Kristjánsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top