Ath...Ferð á Búrfell í Þjórsárdal um næstu helgi 3.sept er aflýst. Nánar síðar

Rauðnefsstaðafjall er eitt af þessum fáförnu fjöllum. Gengið á það og horft ofan í Austurdal og einnig er gengið á Valafell. Þaðan blasa Tindfjöllin við. Þetta er nokkuð löng ganga en göngufærið nokkuð gott. Víða á grónu landi og melar. Rauðnefsstaðafjall er um 600 m og Valafell 700 m. Uppsöfnuð gönguhækkun er um 700 m og vegalengdin 15 - 18 km.297222506 10159017231555838 923185820269726111 n
Reiknum með 6 tíma göngu. Leiðin að upphafsstað göngu er ekki fyrir litla fólksbíla. Allt í lagi fyrir jeppa og jepplinga.
Upphafsstaður göngu eyðibýlið Rauðnefsstaðir.
Lagt verður af stað frá FSU Selfossi kl. 8.30 og hittum göngustjórann við Olís á Hellu kl. 9.00Screenshot 2022 08 11 105042 50
Þeir sem þiggja far hjá öðrum ættu að greiða 1.500 - 2.000 kr fyrir farið.
Göngustjóri Sævar Jónsson og Björg Halldórsdóttir fylgir með
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

 

Hringur á Hafnarfjall. Allir topparnir. 3 skór. Vegalengdin er um 15 km og uppsöfnuð hækkun 1500 m. Göngutími 6 - 7 klst. Sjá hringinn á mynd sem fylgir.
Þetta er nokkuð krefjandi ganga á köflum og bratt sumstaðar.
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00 og sameinast eftir hentuleikum. Þeir sem þiggja far hjá öðrum greiði fyrir farið t.d. 2.000 kr.Screenshot 2022 08 03 2149451
Gangan hefst á plani undir Hafnarfjalli kl. 10.00 Hefðbundinn uppgöngustaður.
Göngustjórar eru Stefán Bjarnarson og Halldór Óttarsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top