ATH. Vegna lélegra þátttöku verður hætt við Smáþúfur í Esjunni.
Í staðinn verður farið á Álút, mæting kl:09:30 við fótboltavöllinn í Hveragerði 
Gangan okkar fyrsta vetrardag er Arnarhamar og Smáþúfur. Er það hluti af Esjuni.
Þetta er þægileg 2 skóa ganga á ágætu göngulandi.
Hækkun um 500 m áætlaður göngu tími er 3 - 4 klst.
Farið verður frá FSU Selfossi kl. 8.30311444291 10159128605125838 3865454320051939663 n
Gangan hefst kl. 9.30 við vigtarplanið við minni Blikadals. Skömmu áður en komið er að afleggjaranum upp í Hvalfjörð.
Þeir sem þiggja far með öðrum frá Selfossi greiði fyrir það.
Göngustjóri Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
ATH. Breytt dagsetning vegna veðurspár.
Gamli Þingvallavegurinn. Sá hluti sem við tökum er frá Djúpadal að Vilborgarkeldu eða við vegamótinn á Þingvallavegi og Grafningsvegi. Á þessari leið eru margar minjar sem hægt er að kíkja á.
Vegalendinn er 22 km og lítil hækkun. Göngutími 8 klst.
Gengið eftir gömlum slóðum sem eru sumstaðar farnir að gróa upp. Göngufæri því nokkuð gott.
Við mætum á endastað göngu það eru vegamótinn á vegi 36 Þingvallavegi og 360 Grafningsvegi, og þaðan flytur rúta okkur á upphafs staðinn. 
ATH. Getur snúist við eftir veðri. Verður sett inn á föstudag ef það breytist.306749689 10159079478795838 2089313250395627749 n
Rúta verður kl. 9.00 á upphafsstað göngunar.
Farið frá FSU Selfossi kl. 8.00
Þeir sem ætla að koma verða að merkja sig MÆTI/KEMST ekki seinna en um hádegi á föstudag. Nauðsynlegt út af rútu.
1.000 kr í rútu fyri félagsmenn. 2.000 kr fyri aðra. Greiðist á staðnum.
Göngustjórar Björg Halldórsdóttir og Olgeir Jónsson
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
Gangan á Búrfell hefst við nýlega göngubrú yfir Þjórsá. Komið er þar í Búrfellsskóg og gengið upp nokkuð bratt gil. Hækkun er um 600 m og vegalengd 12 km. Kannski aðeins meira þar sem gaman er að ganga með ánni og njóta hennar. Gangan er ca. 5 tímar.306662444 10159067383895838 4179311313019613649 n
Farið frá FSU á Selfossi kl. 8.30 Gangan hefst um 1 klst. síðar.
Þeir sem þiggja far með öðrum ættu að greiða 1.000 -1.500 kr
Göngustjóri Björg Halldórsdóttir
Athugið að Ferðafélag Árnesinga tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð þó svo að göngustjóri sé með í för. Félagið hvetur fólk til að vera ferða og slysatryggt í ferðum sínum.
Með göngukveðju ferðanefndin
 
Smá um Búrfell; Í fyrndinni bjuggu tröllkonur tvær, önnur í Bjólfelli en hin í Búrfelli; þær voru systur og féll vel á með þeim; fór því tröllkonan úr Búrfelli oft að hitta systur sína austur yfir Þjórsá og Rangá austur í Bjólfell og eins má ætla að systir hennar úr Bjólfelli hafi gjört líka þótt þess sé ekki getið. Búrfellið er mjög klettótt og vegghamrar í öllum eggjum þess. Austan undir því miðju hér um bil eru klappir tvær sín hvorumegin Þjórsár ekki allháar og upp úr ánni milli klappanna standa tveir klettar ámóta háir og klappirnar svo að áin fellur þar í þrem kvíslum. Þessar stillur er sagt að tröllkonan úr Búrfelli hafi sett í Þjórsá svo að hún þyrfti ekki að væta sig í fæturna er hún fór að finna systur sína og stokkið þar yfir ána í þremur hlaupum. Heita nú klettar þessir síðan Tröllkonuhlaup.

Félagsskírteini og Árbók
Árbókin og félagsskírteinin eru til afgreiðslu hjá stjórn félagsins. Eindagi er 15. júlí. Dráttarvextir og kostnaður reiknast ekki eftir gjalddaga. Skírteinin veita afslátt í skála, tjaldsvæði og ferðir FÍ og afslátt í mörgum verslunum. Árbókin 2023 að þessu sinni er Flóinn - milli Ölfusár og Þjórsár höfundar Inga Lára Baldvinsdóttir, Magnús Karel Hannesson og Jóhann Óli Hilmarsson

Gönguræktin á Selfossi
Gönguræktin er alla miðvikudaga kl:20:00. frá Fjölbrautarskólanum. Gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Nánari upplýsingar á Fésbókinni.

Styrktaraðilar

Go to top