Ferðaáætlun Ferðafélags Árnesinga fyrir árið 2010.

Gönguræktin er alla miðvikudaga. Mæting er kl. 20:00 við Samkaup Tryggvagötu 40. Selfossi, gengið er um bæinn og næsta nágrenni. Léttar göngur fyrir alla. Þátttaka er ókeypis.
Í lengri göngur er mæting við Samkaup kl. 09:30, þar sem safnast er saman í bíla. Þátttaka er ókeypis nema annað sé tekið fram.

Dagsferðir miðast við laugardaga og svo eru helgaferðir með útilegu

Eins getum við fært ferð frá laugardegi á sunnudag ef veðurspá gefur ástæðu til.

9. janúar, laugardagur 1 skór
Bíldsfell: Leiðin á fjallið verður valin eftir veðri og færð. Göngutími 1,5-2  klst. Hækkun 125 m.
23. janúar, laugardagur. 2 skór
Göngu eða skíðaferð. Staðsetning ræðst af veðri og færð. Göngutími 4-5 klst.(Umhverfis Skarðsmýrarfjall)
6. febrúar, laugardagur. 2 skór
Á Reykjafjall við Hveragerði er létt ganga, hækkun  um 340 m. Göngutími 2-3 klst. Kort
20. febrúar, laugardagur. 2 skór
Fjöruganga vestan við Þorlákshöfn, ganga á flatlendi. Göngutími 5+ klst. Kort
6. mars, laugardagur.  2. skór
Hestfjall í Grímsnesi er auðvelt uppgöngu og af því er mjög víðsýnt um Suðurlandsundirlendið. Leiðin á fjallið verður valin eftir veðri og færð. Göngutími 2-3 klst. Hækkun 260 m. Kort
20. mars, laugardagur. 2 skór
Marardalur/Innstidalur göngu eða skíðaferð. Ræðst af veðri og færð. Göngutími 4-5 klst.
10. apríl, laugardagur. 2 skór
Búrfell í Þingvallasveit. Göngutími 4-5 klst. Hækkun 600 m. Kort
21 apríl, miðvikudagur. (síðasti vetrardagur). 2 skór
Kvöldganga á Ingólfsfjall, óhefðbundin leið. Göngutími  3 - 4 + klst. Hækkun 500 m. Kort
15. maí, laugardagur. 2 skór
Þríhyrningur. Gengið verður á alla tinda Þríhyrnings. Göngutími 4 klst. Hækkun um 430 m.Kort
29. maí, laugardagur. 3 skór  FRESTAÐ
Eyjafjallajökull skerjaleiðin. Gengin verður Skerjaleið, lagt upp hjá Grýtu. Gengið suður fyrir skerin og austur eftir jökli að Goðasteini. Göngutími 10 klst. Hækkun 1400 m. Kort
Búnaður: Öryggisbelti, broddar, ísexi, hlífðarfatnaður
12. júní, laugardagur. 3 skór
Tindfjöll – Ýmir. Ekið inn Fljótshlíð, upp í Tindfjöll og að neðsta skála þaðan sem gengið er á Ými. Göngutími 6-8 klst. Hækkun  700 m. Kort
26. júní, laugardagur. 2 skór
Ármannsfell. Gengið um Bolabás á fellið. Greiðfær leið en grýtt uppi á fellinu. Göngutími 3-4 klst. Hækkun 600 m. Kort
10. júlí, laugardagur. 2 skór
Hengillinn um Kýrgil og Ölkelduháls. Nokkuð strembin ganga. Hækkun um 500 m. Göngutími um 5+ klst. Kort
21-24. júlí, 4 dagar. 3 skór. FELLUR NIÐUR
Sumarleyfisferð, nánar.
Þjórsártungur
1.d. Mæting á Selfossi kl. 9. Ekið í rútu að Hreysiskvísl á Sprengisandi þar sem gangan hefst. Gengið eftir gömlu vörðuðu leiðinni yfir Sprengisand að rústum Eyvindarkofa, um Þúfuver og að Gásagusti.
2.d. Gengið eftir vörðuðu leiðinni að Sóleyjarhöfðavaði á Þjórsá. Þaðan er Þjórsá fylgt að Svartagili.
3.d. Gengið með Þjórsá framhjá Herskipunum, Hvanngiljafossi og Hrútshólma að Hvanngiljahöll.
4.d. Gengið að fossunum Dynk og Gljúfurleitarfossi og Þjórsá fylgt um Bása og Þröngubása að Sultartangalóni þar sem rútan bíður. Ekið á Selfoss.
Innifalið: Rúta, leiðsögn, trúss og kvöldmatur síðasta daginn. Gist er í tjöldum.
Verð kr. 27.000./31.000. Bóka þarf í þessa ferð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., og er hámarksfjöldi 20 manns. Gönguleiðin
7. ágúst, laugardagur. 3 skór
Hattver og Torfajökulssvæðið. Langur laugardagur, gengið frá Landmannalaugum, um Skalla, niður í Hattver, inn Jökulgil, upp Sauðanef, um Reykjafjöllin, í Hrafntinnusker og hefðbundna leið á upphafsstað. Göngutími 9-10 klst. Hækkun  400 m. Kort
21-22. ágúst, 3 skór. Helgarferð
Helgarferð gist í skála við Tjaldafell, fjallganga báða dagana t.d. Hlöðufell og Skjaldbreiður.
4. september, laugardagur. 3 skór
Syðsta-Súla komið niður á Leggjabrjót. Frábært útsýni. Hækkun um 850 m. Göngutími um 8 klst. Kort
18. september, laugardagur. 2 skór
Hvalfell frá Þingvöllum. Löng ganga með fögru útsýni. Hækkun um 450 m. Göngutími um 6 klst. Kort
9. október, laugardagur. 2 skór
Létt ganga á Vörðufell á Skeiðum. Hækkun um 320 m. Göngutími 2-3 klst.
23. október, laugardagur. 2 skór
Bjarnarfell í Ölfusi. Gengið er frá bænum Nátthaga í Ölfusi um Æðagil á Bjarnarfell. Hækkun um 280 m. Göngutími 2-3 klst. Kort
13. nóvember, laugardagur. 2 skór
Kyllisfell og Klóarfjall.  Hækkun um 400 m. Göngutími um 4 klst.
4. desember, laugardagur. 2 skór
Skálafell á Hellisheiði. Genginn er hringur frá Smiðjulaut á Skálafell og Stóra-Sandfell. Göngutími 3-4 klst. Hækkun um 280 m. Kort
15. desember, miðvikudagur
Jólagleði fyrir alla fjölskylduna. Mæting í Þrastaskógi kl. 18.15. Gengið um skóginn og endað á kakó og piparkökum, ef til vill rekumst við á jólasveina.

ATH. Allir göngumenn eru á eigin ábyrgð í ferðum okkar. Athygli er vakin á að fólk kanni sínar fjölskyldu- og frítímatryggingar.

Léttar og stuttar dagleiðir (yfirleitt 4 - 6 klst.), mest gengið á sléttlendi, léttur dagspoki , engar, eða litlar ár, flestum fært.
Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5- 7 klst.), oft í hæðóttu landi, bakpoki þarf ekki að vera þungur, engar eða auðveldar ár, þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun.
Nokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6 - 8 klst.), oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld, gengið í fjalllendi, getur þurft að vaða erfiðar ár, þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun.
Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.), gengið í fjalllendi með allt á bakinu, má búast við erfiðum ám, aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.
Athugið: Hér er einungis um viðmiðun að ræða. Einstakar ferðir geta fallið undir fleiri en einn flokk og ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri aðstæðum, t.d. veðri, geta valdið breytingum á því hversu erfið ferð reynist verða.

Aðrir viðburður:
Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands á www.fi.is